Haltu kjafti

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 28. 12. 2020
  • Lag: Pálmi J Sigurhjartarson
    Texti: Björgvin Ploder
    Sniglabandið:
    Björgvin Ploder, söngur og trommur
    Einar Rúnarsson, orgel og söngur
    Friðþjófur Í Sigurðsson, bassi og söngur
    Pálmi J Sigurhjartarson, píanó og söngur
    Skúli Gautason, kassagítar, ásláttur og söngur
    Þorgils Björgvinsson, rafgítar og söngur
    .
    Lagið var tekið upp í Stúdíó Paradís.
    Upptökumaður: Ásmundur Jóhannsson.
    Hljómjöfnun: Jóhann Ásmundsson.
    Upptökur og klipping á myndbandi: Eiríkur Hafdal.
    Danshöfundur: Tinna Ágústsdóttir
    Haltu kjafti
    Fólk er misjafnt og fólk er flest
    að lifa sinn vana dag
    Tíminn líður það ákvarðast
    hve vel það unir sínum hag
    Sumir leggjast í sófann
    og ger' ekki neitt
    aðrir lifa og leika sér
    geta leiða í gleði breytt
    Allt fram streymir endalaust
    það er erfitt að meta hvað
    það er sem drífur og hrífur fólk
    að hætta eða hald' af stað
    Stundum sýnist það ókleift
    virkar svo breytt
    ekki bugast og beygja af
    ekki gera ekki neitt
    Hjólin áfram snúast
    hægjast ei neitt
    kvígur í skurðum hjá bændum
    landið ofbeitt
    Sólin á endanum rís nú samt
    Ja svona yfirleitt
    Haltu kjafti
    því þetta kemur
    þetta kemur yfir leitt
    Þó leiðin virðist kannski löng
    ekki hika við að leggj'af stað
    ákvörðunin er aldrei röng
    ef þú hugsar bara út í það
    Sum pör smíða sólpall
    sitja þar sveitt
    aðrir byrja á öllu
    bara klára aldrei neitt
    Síldin og loðnan er horfin
    allt er ofveitt
    Báturinn sökk nún' í morgun
    lánið ógreitt
    Sólin á endanum kemur upp
    já svona yfirleitt
    Haltu kjafti
    því þetta kemur
    Þó það gerist ekki í dag
    Förum eitthvað saman
    útá land
    á Rauðasand
    Gvendur Jaki' er farinn
    fólk er enn reitt
    láglaunafólkið er lúið
    og misrétti beitt
    Sólin á endanum kemur upp
    já svona yfirleitt
    Haltu kjafti
    því þetta gerist
    og þetta kemur
    já þetta gerist
    en ekki gera ekki neitt

Komentáře •