Rifjum upp gildin

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 12. 04. 2012
  • Rifjum upp gildin
    Starf Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra felst í því að huga að umhverfismálum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
    Hún leiðir hér hugann að stöðu sinni í miðju kynslóðanna - og um leið stöðu okkar allra. Hvað getum við lært af eldri kynslóðunum og miðlað áfram til framtíðar. Svandís er amma og framtíð komandi kynslóða eru henni því hugleikin, ekki einungis í krafti starfans.
    "Við þurfum með hjálp eldri kynslóðanna að rifja upp eitthvað sem við höfum gleymt. Okkar kynslóð hefur villst af leið og við þurfum að finna hana aftur með hjálp eldri kynslóðarinnar fyrir komandi kynslóðir. Ofneysla okkar er það sem veldur mestri ógn fyrir heiminn. Horfum aftur til baka á nýtni og nægjusemi, sem voru gildi forfeðranna, þá stígum við gæfuskref fyrir jörðina," segir Svandís.
    Umhverfisráðuneytið tekur þátt í grænum apríl. Þú getur fundið ýmsar upplýsingar á vefsíðu ráðuneytisins með því að smella hér. www.umhverfisraduneyti.is/ og þú getur líka látið þér líka við Umhverfisráðuneytið á Facebook - hér: / 170680372269

Komentáře •