Lögreglumenn í leit að síma

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 28. 03. 2019
  • Á fimmtudag réðust liðsmenn Lögreglunnar á Suðurnesjum inn á heimili fjölda flóttafólks, að Ásbrú, án leitarheimildar, að eigin sögn í leit að stolnum síma.
    Í fyrstu frétt DV af málinu segir að þrír lögreglubílar hafi verið sendir á vettvang í leit að símanum, eftir tilkynningu um þjófnaðinn. Víkurfréttir segja að bílarnir hafi verið fjórir.
    Á myndupptökum íbúa frá vettvangi aðgerðarinnar virðast lögreglumennirnir alfarið skeytingarlausir um íbúa hússins, mæta þeim af yfirlæti og svara athugasemdum við innrásina með tómlæti.
    Blaðamaður Kvennablaðsins reyndi á föstudag að ná tali af fulltrúa Lögreglunnar á Suðurnesjum, án árangurs. Tilraunin fylgir í hljóðrás myndskeiðsins með þessari frétt. Upptökunni frá innrás lögreglu deildu samtökin Refugees in Iceland.

Komentáře • 5