Freyja 100 ára afmæli

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 25. 06. 2024
  • Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu er 100 ára í dag. Haldið var upp á afmæli Freyju á Hraunbúðum í dag en hún er elsti íbúi Vestmannaeyja.
    Freyja Stefanía Jónsdóttir frá Nýlendu við Vestmannabraut 42, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 26. júní 1924 í Dalbæ við Vestmannabraut 9.
    Foreldrar hennar voru Jón Sveinsson úr Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. 14. nóvember 1891, d. 2. maí 1977, og kona hans Jenný Jakobsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1891, d. 12. desember 1970.
    Freyja var með foreldrum sínum í æsku, í Dalbæ og á Nýlendu. Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941. Hún vann afgreiðslustörf 1945, flutti til Vopnafjarðar. Þau Jóhann giftu sig 1947 á Vopnafirði, eignuðust fimm börn, en fjórða barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Vopnafirði, fluttu til Eyja 1952, bjuggu á Hólagötu 14, en síðast á Nýlendu við Vestmannabraut 42 en Freyja býr nú á Hraunbúðum. (fengið frá Heimaslod.is)
    Ljósmyndarar Tígull kíkti í afmælið í dag:
  • Krátké a kreslené filmy

Komentáře •