STIKLUR - Gísli á Uppsölum

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 26. 05. 2013
  • Ómar Ragnarsson tekur viðtal við Gísla á Uppsölum. Ég vil benda á að ég á ekki efnið og set það einungis hérna inn til gamans.

Komentáře • 27

  • @amarinosson
    @amarinosson Před 3 lety +50

    Öld er í dag liðin frá fæðingu ein­setu­manns­ins Gísla á Upp­söl­um í Selár­dal, sem varð lands­kunn­ur á of­an­verðri síðustu öld þegar grein­ar birt­ust um hann í blöðum og þætt­ir í sjón­varpi. Gísli lést árið 1986. Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, nemi, sem hef­ur kynnt sér sögu Gísla, seg­ir að hann hafi m.a. numið þýsku af bók­um og út­varpi, pantað sér bæk­ur frá Reykja­vík og lært sjálf­ur að lesa nót­ur og spila á org­el.
    Vil­borg seg­ir í grein, sem hún hef­ur tekið sam­an um Gísla, að Stikluþátt­ur Ómars Ragn­ars­son­ar, þar sem fjallað var um Gísla, hafi verið tek­inn upp þegar Gísli var orðinn tölu­vert full­orðinn. Ekki hafi all­ir ætt­ingj­ar hans verið sátt­ir við hvernig út­kom­an varð en aðrir verið mjög ánægðir. Sum­ir telji, að Gísli hafi verið far­inn að kalka og kom­inn með elli­glöp.
    Gísli hét fullu nafni Gísli Oktavíus Gísla­son og fædd­ist 29 októ­ber árið 1907. Hann átti þrjá bræður en föður sinni missti hann árið 1916. Um tíma bjuggu all­ir bræðurn­ir ásamt Gíslínu móður þeirra að Upp­söl­um. Móðir Gísla lést árið 1950.
    Vil­borg seg­ir, að Gísli hafi átt erfitt upp­drátt­ar í æsku. Fram komi í skrif­um, sem hann lét eft­ir sig, að hans fyrstu kynni af um­heim­in­um hafi verið vond og all­ir krakk­arn­ir í skól­an­um sam­einuðust um að vera á móti hon­um.
    Gísli skrifaði, að föt­in hans hafi verið fá­tæk­legri en­annarra barna og hann hafi ekki alltaf verið vel til fara. Þar fyr­ir utan var hann mál­halt­ur og fólk þurfti að leggja sig fram við að hlusta á hann. Seg­ir Vil­borg, að þetta hafi greini­lega skilið eft­ir sig ör á sál Gísla.
    Gísli hélt sam­bandi við bræður sína eft­ir að þeir flutt­ust í burtu. Börn þeirra komu einnig í heim­sókn og hjálpuðu Gísla stund­um við heyskap. Þau nutu fé­lag­skap­ar hans, því hann var dug­leg­ur að fræða þau um nátt­úr­una og dýr­in. Aðrir ætt­ingj­ar komu í heim­sókn við og við. Sök­um þess hversu af­skekkt Gísli bjó urðu þær heim­sókn­ir ekki tíðar. Hann naut þess að hafa fé­lags­skap og var­skraf­hreif­inn og hafði gam­an af því að gant­ast við gesti sína.
    Vil­borg seg­ir, að Gísli hafi verið bæði læs og skrif­andi. Hann lærði sjálf­ur að lesa nót­ur og spila á org­el auk þess sem hann nam þýsku í gegn­um bæk­ur og út­varps­kennslu. Hann orti ljóð og eft­ir hann ligg­ur þó nokkuð af rituðu efni. Gísli var fé­lagi í bók­mennta­fé­lagi í ein 13 ár og pantaði sér jafn­an bæk­ur frá Reykja­vík. Gísli þurfti ekki að fara langt til að panta sér bæk­ur eða vör­ur því hann átti síma er hann notaði.
    Þá var hann mik­ill áhugamaður um fram­far­ir og fylgd­ist með þeim tækninýj­ung­um er litu dags­ins ljós þótt hann hafi kosið að lifa lengst af án þeirra. En skömmu eft­ir 1980 var raf­magn leitt að Upp­söl­um og í kjöl­farið kom raf­magns­ljós. Gísli gat þá dundað sér við lest­ur hvort sem það var sum­ar eða vet­ur. Hann eignaðist einnig raf­magnsorg­el og naut hann þess að leika á það. Þá fékk hann sér frysti­kistu.
    Vil­borg seg­ir ekki ljóst hvort það var Gísli sem ein­angraði sig frá sam­fé­lag­inu eða hvort hon­um var út­skúfað fyr­ir að vera öðru­vísi. Hann hafi hins veg­ar oft verið einmana og óskað sér ann­ars hlut­skipt­is. Vil­borg seg­ir, að heim­ilda­menn hermi, að hann hafi m.a. beðið sér stúlku en verið hrygg­brot­inn. Af því megi álykta, að hann hafi ekki ætlað sér það líf sem hann lifði.
    Vil­borg seg­ir að lok­um í grein sinni, að Gísli hafi aldrei gef­ist upp. Hann hafi haldið áfram að lifa þrátt fyr­ir erfiðar stund­ir og í skrif­um hans megi finna kafla þar sem hann lýsi inni­lega von­leysi og ein­manna­leika. Hann hélt áfram að vinna og hugsa vel um dýr­in sín. Gísli lést á sjúkra­hús­inu á Pat­reks­firði á gaml­árs­dag árið 1986.

  • @mikaelorsteinsson1097
    @mikaelorsteinsson1097 Před 7 lety +9

    Einn allra merkilegasti Íslendingur síðustu 500 ára hið minnsta. Það er ekki langt síðan síðasti einbúinn á vestfjörðum lést einmitt.. gott ef hann kom ekki fram í Stiklum Ómars. Minnir að það hafi verið kona.

  • @bjarkiorleifsson6100
    @bjarkiorleifsson6100 Před 8 lety +10

    Stórmerkilegur maður.

  • @MrGummisig
    @MrGummisig Před 7 lety +5

    King vantar fleiri svona meistara

  • @totahelga9499
    @totahelga9499 Před 8 lety +6

    merkur maður

  • @farmdreamer342
    @farmdreamer342 Před 2 lety +3

    he was broken down as a kid.

  • @sigururolafsson2617
    @sigururolafsson2617 Před 10 lety +5

    Gísli á Upsölum

  • @dislove1
    @dislove1  Před 10 lety +3

    Ekkert mál :)

  • @thundercliff93
    @thundercliff93 Před 8 lety +18

    það vantar texta það skilst varla hvað Gísli segir á köflum

    • @pallolafsson3092
      @pallolafsson3092 Před 3 lety +2

      Það er til textuð útgáfa - hún fór í sjónvarpið

  • @jonbjarni4734
    @jonbjarni4734 Před 4 lety +5

    Gísli oktavíus gíslason fæddur 29 október 1907 dáinn 31 desember 1986

  • @gunnarornerlingsson8088

    Gísli var bara eins og hann var ekki sem verstur ég vildi að ég heumgengist hann bara svo sérstakur en ekkert verri fyrir það

  • @carlsimons9107
    @carlsimons9107 Před 8 lety +9

    er ég sá eini sem vorkenni honum?

    • @gunnarornerlingsson8088
      @gunnarornerlingsson8088 Před 2 lety

      Nei og hann valdi ekki þetta líf ágætis kall virtist vera og ég myndi segja að hann átti betra skilið en hann fékk aumingja kallinn en hann sómir sér vel blessaður

    • @oligultonn
      @oligultonn Před 2 měsíci

      Alls ekki, las uppdrögin af ævisögu hans áður en bókin kom út og ég táraðist nokkrum sinnum. En þetta líf vildi hann en hann dó á hjúkurnarheimili í Patreksfirði árið 1986 þannig hann dó þó ekki einn.

  • @siggileelewis
    @siggileelewis Před 10 lety +5

    Frábær! Hvaða sími hringir þarna á min 29:17?

  • @ulligulli3030
    @ulligulli3030 Před 7 lety +4

    ætli maðurinn sé með lús

    • @haffis182
      @haffis182 Před 5 lety +15

      Ætli þú værir ekki mikið frekar með lús heldur en hann. bjáni sem virðist ekki hafa hugmynd um hvað lús er eða hvar fólk fær lús