Úrval vikunnar - 11. maí - Vika 19

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 10. 05. 2024
  • Laugardagurinn, 11. maí
    Úrval vikunnar - Vika 19
    Alma Ýr Ingólfsson formaður ÖBÍ, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar koma að rauða borðinu og fjalla um frumvarp til breytinga á almannatryggingum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vg og félagsmálaráðherra mætir síðan og svarar gagnrýni þeirra. Þingmennirnir Jódís Skúladóttir frá Vg, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingunni og Ingibjörg Isaksen frá Framsókn og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins takast á um átakamálin í pólitíkinni. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins hvetur til nýrrar búsáhaldabyltingar og Þorvaldur Gylfason prófessor gagnrýnir frumvarp um lagareldi af ákefð. Við fáum Völu Hafstað til okkar en hún hafnar kynhlutleysi íslenskunnar. Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og Herdís Anna Jónasdóttir sópran ræða við okkur um Óperuna hundrað þúsund. og í lokin fáum við hjónin Helgu Völu Helgadóttur og Grím Atlason og dóttur þeirra, Ástu Júlíu Grímsdóttur körfuboltakonu, til að segja okkur frá hvernig rætt er um samfélagsmál við eldhúsborðið á þeirra heimili.
    Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
    Samstöðin á Facebook: / samstodin
    Samstöðin á CZcams: / samstöðin
    Samstöðin á vefnum: samstodin.is
    Alþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. samstodin.is/skraning/
    Samstöðin á Facebook: / samstodin
    Samstöðin á CZcams: / samstöðin
    Samstöðin á vefnum: samstodin.is

Komentáře •