Nýdönsk - Stundum

Sdílet
Vložit
  • čas přidán 9. 09. 2024
  • Stundum er fyrsta lagið sem hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér, af nýrri hljómplötu sem kemur út í september nk. Hljómsveitin fagnar nú þrítugasta starfsári sínu, en ferill sveitarinnar hefur verið farsæll og hefur Nýdönsk sent frá sér ótal slagara sem sannarlega eru orðnir að klassísk í íslenskri popptónlist.
    Er hjálögð upptaka hluti af Tímamótatónleikum í sjónvarpssal sem sýndir verða á RÚV í haust.
    Með sveitinni leikur strengjasveit undir stjórn Roland Hartwell í útsetningu Haraldar V. Sveinbjörnssonar, sem að auki útsetur alla strengi á plötunni. Er lagið eftir Jón Ólafsson og textinn eftir Daníel Ágúst.
    Verður nýja platan sú fimmtánda í röðinni, en hún er væntanleg í september, inniheldur glæný lög og hefur verið í undirbúningi frá árinu 2016. Fóru upptökur fram í Lincoln County Social Club í Toronto, í Herbergi 313, Eyranu í Reykjavík og Hljóðrita í Hafnarfirði, á tímabilinu apríl-júní.
    Árið verður viðburðaríkt hjá hljómsveitinni, en auk nýju plötunnar verða haldnir „Tímamótatónleikar“ í Hörpu þann 23. september þar sem leikin verða lög af nýju plötunni í bland við eldra efni, með fulltingi strengjasveitar.

Komentáře •