dagurbeggertsson
dagurbeggertsson
  • 6
  • 660
Reykjavík er aflið!
Dagur B. Eggertsson. Það er hollt að hafa lítil börn fyrir augunum þegar maður er í pólitík. Þetta eru sérstakir tímar að vera í stjórnmálum, þannig að það er hollt að vera minntur á það fyrir hverja maður er að berjast. Það er mikilvægt að teknar verði réttar ákvarðanir í sveitarfélögunum. Úrslitin ráðast um það hvort við byggjum betra samfélag. Þetta snýst um þrennt: að tryggja öllum atvinnu, að búa að börnunum og fjölskyldunum þannig að allir hafi jöfn tækifæri og svo verðum við að horfast í augu við það að hér þróaðist ójöfnuður. Velferðin skiptir öllu máli. Kannski er þetta dramatískt eins og staðan í samfélaginu. Það sem gefur mér styrk til að fara fram fyrir Samfylkinguna, er að við erum búin að ræða við óskaplega marga og ég er sannfærður um það að við erum núna tilbúin með áætlun fyrir Reykjavík, sem getur skilað okkur hraðar í gegnum kreppuna en við höfðum vonað. Ég er stoltur yfir því að vera í framboði fyrir Samfylkinguna. Við höfum verið að fá til liðs við okkur fólk, sem hefur verið að vinna með fólki í þeirra aðstæðum árum og áratugum saman. Eina hræðslan sem ég ber í brjósti er að við endurskoðum ekki hugarfarið sem kom okkur í hrunið. Að atvinnan komi af sjálfu sér, að við getum beðið af okkur kreppuna, að jöfn tækifæri skapist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir betra samfélagi, réttlætara samfélagi. Afi minn stóð hér á bryggjunni í kreppunni eins og margir aðrir og beið eftir dagpartsvinnu. Hann varð harður Dagsbrúnarmaður, við höfum aðra farvegi núna, en við skulum ekki halda að samfélagið verði betra nema við tökum þátt. Kjósum, tökum þátt og leggjum okkar til málanna.
Reykjavík er aflið sem við þurfum til að ná Íslandi út úr kreppunni. Það er ég sannfærður um.
www.xsreykjavik.is
zhlédnutí: 329

Video

Dagur B. Eggertsson á Landsfundi 2009
zhlédnutí 129Před 14 lety
Dagur B. Eggertsson á Landsfundi 2009.
Dagur B. Eggertsson á landsfundi
zhlédnutí 59Před 14 lety
Dagur B. Eggertsson, er í framboði til varaformanns á Landsfundi Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður
zhlédnutí 71Před 14 lety
Dagur B. Eggertsson kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar. Ávarp hans að loknu kjöri.
Ísland og Evrópa
zhlédnutí 34Před 14 lety
Dagur B. Eggertsson á Landsfundi 2009. Ísland og Evrópa.
Varaformannsefni á SFFR fundi
zhlédnutí 38Před 14 lety
Árni Páll Árnason og Dagur B. Eggertsson hitta félaga í Samfylkingarfélagi Reykjavíkur. En þeir eru báðir varaformannsefni Samfylkingarinnar. Fullt út úr dyrum og frábær stemning í kosningamiðstöð Reykjavíkurkjördæma á Skólabrú við Austurvöll. Miðvikudagskvöld, 25. mars, 2009 í aðdraganda Landsfundar.